
Varðandi þráðlausa hleðslutækið
Með Þráðlaus DT-901 Nokia-hleðslukoddi frá Fatboy geturðu hlaðið símann eða
hvaða samhæft tæki sem er án þess að þurfa að greiða úr snúruflækjum. Skelltu
símanum bara á hleðsluplötuna og hann byrjar að hlaðast.
Sumir hlutar vörunnar eru segulmagnaðir. Málmefni gætu dregist að vörunni. Ekki skal
geyma kreditkort eða aðra segulmagnaða hluti með geymsluminni nálægt vörunni því
upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.
Yfirborð þessarar vöru inniheldur ekki nikkel.
Lestu þessa notendahandbók vandlega áður en varan er tekin í notkun. Lestu einnig
notendahandbókina sem fylgir tækinu sem tengt er við vöruna.