
Meðferð tækisins
Fara skal gætilega með tækið, hleðslutækið og allan aukabúnað. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að halda tækinu í
ábyrgð.
•
Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið
blotnar skal láta það þorna.
•
Aðeins skal nota hleðslutækið til þess sem það er ætlað. Misnotkun eða notkun ósamhæfra hleðslutækja getur valdið
eldhættu eða sprengingu eða haft aðra áhættu í för með sér. Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki. Hleðslutækið skal
aðeins nota innandyra.
•
Reynið ekki að hlaða tæki sem er með skemmt, sprungið eða opið rafhlöðuhólf eða tæki sem ekki er samhæft við Qi.
•
Hvorki skal nota tækið á rykugum eða óhreinum stöðum né geyma það þar. Hreyfanlegir hlutir og rafrænir hlutar þess
geta skemmst.
•
Ekki skal geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu tækisins og undið eða brætt plastefni.
6

•
Ekki skal geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi getur raki myndast innan í því og
hann getur skemmt rafrásir.
•
Ekki skal reyna að opna tækið.
•
Óleyfilegar breytingar geta skemmt tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.
•
Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur skemmt innri rafrásaspjöld og
búnað.
•
Aðeins skal nota mjúkan, hreinan og þurran klút til að hreinsa yfirborð tækisins.